á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Ef ég byrja nú á því að tala um veðrið hérna hjá mér á Íslandi. Það var líka þessi blíða á mánudaginn, svona bara útlensk með 21 stiga hita. Núna er fimmtudagur og 8 stiga hiti. Það er bara orðin frekar kalt hérna. Vinnan er bara fín ég get alla vega ekki kvartað yfir því að hafa ekki neitt að gera og að tíminn líði hægt. Ég er bara nýkomin þegar er komið hádegi og svo er klukkan orðin 16 bara stuttu eftir það. Hér er líka allt nýtt og smá vandamál hér og þar. Þau eru nú bara til að gera vinnuna skemmtilegri. Í gær fór ég með Hrönn og Sigurjóni að kíkja á nýasta fjölskyldumeðliminn. Hann er nú voða sætur og með mikið hár. Það fer að líða að skírn. Já hann verður skírður í næstu viku, en nafnið er leyndó þangað til. Við bíðum bara spennt eftir að heyra hvað litli prinsinn heitir. Bíllinn sem ég fékk lánaðan hann var svolítið mikið skítugur, þannig að ég varð að þrífa hann. Ég fór upp í Grafarvog og ætlaði bara taka það mesta af drullu og sígarrettuösku. En sem betur fer þá kom Hrönn út og hjálpaði mér við þetta því annars væri ég enn að. Þar fyrir utan er þetta bara fínn bíll sem ég opna ekki skottið á! Þar til næst, bless. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|